Það fer allt eftir því hvernig þessi vél er, stórar díselvélar eins og t.d. í flestum þessum pikkuppum sem eru í umferð í dag snúast yfirleitt ekki meira en 3000-4000 sn/m og sumir ná ekki einusinni 3000 sn.
En þú ert væntanlega að tala um bensínvél, hugsanlega nær hún 5000-6500 sn án þess að vinna varanlegar skemmdir.
En það er aldrei gott að snúa vél álagslausri, þegar vélin byrjar aftur að hægja á sér eftir að þú hefur þanið hana upp kemur átakið öfugum megin á stangarlegurnar og það er frægt að vélar “bræði úr sér” eða snúi legum við svona æfingar.
Annars að mínu mati skemmir þú ekkert á því að vippa honum upp í 3000sn ef hann er orðinn heitur. En þá spyr ég, til hvers?