Ég lenti í vandamáli með bílinn í dag að ég get ekki startað honum. Ég og pabbi minn skoðuðum málin og héldum að rafgeymirinn væri bilaður, og ég fékk rafmagn úr bílnum hans en ekkert gerðist. Getur rafgeymirinn verið bilaður ef það kviknar t.d. á útvarpinu áður en ég reyni að starta honum?
Getur ekki verið að það sé bara eitthvað frosið í vélinni? Hef ekki keyrt hann í viku, og hann hefur verið úti síðan, og það er búið að snjóa og vera frekar kalt síðustu daga. Allavega þá veit ég ekkert um bíla og vonandi veit einhver hér betur en ég hvað er að… Ef það hjálpar þá er þetta Nissan Almera '00 árgerð.