Sælir
Ég er á Peugeot 205 GTI sem var að koma úr hedd pakningar viðgerð ásamt öðrum hlutum sem þurfti að laga í heddinu.
Maðurinn sem gerði við hann sagði að ég mundi finna þvílíkan mun á honum og ég gerði það svo sannarlega, nema ekki til hins betra!
bíllinn er í hægargangi að lulla í 500 - 750 snúningum en ekki 1000 eins og hann á að gera, snerpan er farin (vélin virðist vera mun latari), og hann höktir allur þegar hann er kominn yfir 3000 snúninga.
Ég spurði félaga minn út í þetta og hann sagði að það þyrfti að tilkeyra hann smá eftir svona viðgerð og að vélin muni hökta smá eftir viðgerðina en hún muni lagast, en sammt á ég erfit með að trúa því því að aðrir segja að vélin eigi að vera alveg eins, ef ekki kraftmeiri og sneggri.
einhverjar hugmyndir?