Toyota HiAce var stolið laust fyrir hádegi í dag fyrir utan Kennaraháskólann í Stakkahlíð. Um er að ræða afar sjaldgæft eintak enda er hann búinn farþegasætum úr flugvél og forláta gráum gardínum.
Það er Aldís Sveinsdóttir sem lýsir eftir bílnum en hann tilheyrir þó Sveini Karlssyni, kennara við Langholtsskóla. Í stuttri orðsendingu sem DV barst frá Aldísi kemur fram að bíllinn hafi átt stóran þátt í félagslífi unglinga við Langholtsskóla í hartnær sautján ár og hafa ófáir nemendur við skólann fengið að sitja í bílnum. Eru nemendur sagðir felmtri slegnir yfir bílstuldinum.
Aldís segir að Sveinn hafi unnið við að gera bílinn upp síðan í ágúst. Hann hafði nýlokið við viðamiklar lagfæringar sem kröfðust mikillar útsjónarsemi vegna þess hversu gamall bíllinn var orðin. Er um að ræða 1991 árgerðina og er skráningarnúmer hennar GP 573. Þá segir Aldís að bíllinn hafi mikið tilfinningalegt gildi, bæði fyrir nemendur og starfsfólk Langholtsskóla.
Þeir sem hafa orðið varir við bílinn eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.


Bætt við 27. nóvember 2009 - 01:39
toyota hiace mynd af stolna eintakinu
mbk. Böðvar Guðmundsson