Mal3 hefur nokkuð til síns máls þarna. Minn bíll er t.d. æðislegur…. :)
EN, ég var að glugga í EVO í gærkvöldi (nýjasta blaðið) og þar taka þeir fyrir T-sport og CTR og Civicinn fær nokkuð góða dóma þó þeim finnist þeir ekki vera að fara rétta leið með þessu MPV lúkki. Toyotan þykir hinsvegar bara ekkert spennandi (big surprise, not). Ástæðan fyrir því er sú að þrátt fyrir sex gíra þá gengur mjög illa að halda bílnum á nógu háum snúning til að hann virki eitthvað að ráði. Hann er því iðulega utan síns snúningssviðs og þá alveg eins og hver önnur rolla. Einnig þykja fjöðrunareiginleikarnir ekki nógu góðir en þar skorar CTR hinsvegar vel.
Þeir voru að bera þessa bíla saman við Peugeot 205 1.9 GTi og Toyotan stóðst honum ekki snúning, pusjóinn er fimmtán ára gamall!!!!!