Röfl mode ON
Í gær á leið frá vinnu var ég næstum lentur í árekstri (kannski ekki óvanalegt í umferðinni í Rvk).
Ég var að aka upp Ártúnsbrekku, var á miðakrein á eftir öðrum bíl (hæg umferð á hægri akrein). Á akrein lengst til vinstri var ungur ökumaður (stúlka í símanum) á smábíl sem að við á miðakreininni nálguðumst hratt.
Svo kemur gullfallegur Audi (kvennbílstjóri) keyrandi upp brekkuna á töluverðri ferð, fer á vinstri akrein og þegar hún nær smábílnum þá er afturendinn Audisins á móts við framhurðina hjá mér.
Væntanlega hefur hún ekki séð minn bíl þar sem að það fer svo lítið fyrir honum (upphækkaður Blazer K5 :), því hún kippir bílnum yfir á mína akrein. Mér brá svo að ég henti trukknum yfir á næstu akrein (sem betur fer er hann breiður og stöðugur) en ég var ný kominn framhjá framenda sendibíls svo þetta slapp. Svo brunar Audiinn bara burtu.
Ég get skilið það að símamærin hafi farið í taugarnar á Audi ökumanninum, en ef Audiinn hefði bara gefið stefnuljós þá hefði ég hleypt henni, annað hvort með að hægja á eða keyrt aðeins lengra og skipt um akrein (fór full nálægt sendibílnum). Haldið þið að það hefði ekki verið góð stappa, 2,5 tonna Blazer ofan á Audiinum, allt hrært saman á 85-90 km hraða :(
Svo veit ég ekki meira af þessum Audi en símamærin varð mér samferða góðan spöl. Allan tímann var hún með símann við eyrað að undanskildum þeim tíma sem fór í annað hvort að senda SMS eða hringja í næsta vin. Ökuhraðinn var því alltaf að breytast, en hann var svona á bilinu 50-90.
Er ég sá eini eða fer þetta símafólk í taugarnar á fleirum?
Röfl mode OFF
JHG