Mig vantar smá ráðleggingar hjá ykkur. Ég fór með bílinn minn í skoðun um daginn og fékk ekki skoðun af því að það eru filmur í hliðarrúðum að framan, sem má víst ekki hafa en ég vissi það ekki. Allt í lagi, ég losa mig bara við þær. Getur maður auðveldlega tekið þær úr sjálfur eða er betra að láta fagmenn gera það? Hvernig er þetta gert, þarf að hita þetta eða getur maður jafnvel bara plokkað þetta af og svo hreinsað límið á eftir með leysi?
Thx
Vambi
Bassar: Fender Precision Lyte MIJ, Fender Jazz Bass '75 RI CIJ