Gefur sía meira en 5-8 hestöfl?? Ég væri til í að sjá þessa galdrasíu!
Sía ein og sér gefur kannski 2 hestöfl, nýtt loftinntak sem er sérhannað til að taka inn kalt loft gefur aðeins meira. Svona keilusíur eins og sumir eru með gera oft illt verra því þær taka bara inn heitt loft af vélinni. Það þarf að búa til einhvern hitaskjöld eða álíka til að þær virki eitthvað.
Síðan vinna þessir hlutir náttúrulega saman. Sían gefur meira loft inn á vélina, kubburinn nýtir þetta aukna loft og púst auðveldar vélinni að losna við loftið. Allt hjálpast þetta að við að auka kraftinn.
Vissulega dugar kubbur miklu betur á túrbóvélar enda eykur hann þá boostið á túrbínunni. En hann gerir líka ýmislegt á venjulegri vél, þó þú græðir ekki fjölmörg hestöfl þá verða bílarnir oft skemmtilegri í akstri, krafturinn kemur betur inn á öllu snúningssviðinu. Það var allaveganna svoleiðis í mínu tilviki, bíllinn varð miklu skemmtilegri eftir að ég skipti um kubb.