Jæja, ég ákvað að segja ykkur sögu. Hún er um hversu illa mér gekk í verklega prófinu.

Sest í bílinn, með kennaranum og renn í gegnum allar munnleguspurningarnar og mér gekk rosa vel.

Ég bakka of mikið út úr prófstæðinu, keyri af stað og set alltof snemma í annan gír = drep á honum.

Okei, keyri af stað og allt gengur svona ágætlega, svo fer ég inn á Sæbrautina og drep á honum, damn.

Keyri svo áfram og úps = tók ekki eftir rauðu ljósi.
Svo held ég áfram og hann segir mér að fara upp Bústaðarveginn og ég gleymi að skipta strax um akrein. Hann segir mér að beyja in fyrstu götuna til hægri. Ég auðvitað vanda mig svo mikið við beygjuna að ég tek ekki eftir 30 km hraðaskilti
hverfisbundið = ég keyrði á 50-60 að næstu gatnamótum.

Stoppa á rauðu ljói og drep á honum = um það bil 30 sinnum.
Sit önnur ljós á sama stað og svo kemur grænt og hann hjálpar mér af stað. Mér leið eins og fífl. Svo þegar við vorum að koma að endastaðnum (Umferðarráð) stoppa ég á ljósi og drep á honum og þegar ég startaði bílnum, gleymdi ég að setja í fyrsta gír.

En ég náði prófinu.

clara