Ég er með 1996 volkswagen golf variant sem neitar að fara í gang. Ég var nýbúinn að skipta um startara í honum og allt gekk vel. Einn daginn var ég stopp á rauðu ljósi og þá dó hann bara fyrirvaralaust og ég þurfti að láta draga hann heim. Startarinn snéri vélinni en hún fór bara ekki í gang. Á leiðinni reyndi ég að kúpla hann í gang en þá fékk ég bara rafgeymaljósið í mælaborðinu og ekkert gerðist.
Er þetta rafalinn sem er ónýtur eða hvað gæti þetta verið?
Takk fyrir öll svör :)