Kunningi minn Hafsteinn Valgarðsson átti gripinn þegar þetta var, bíllinn var kominn með 6punda supercharger, fækjur og 3" stillanlegt borla-púst og kominn með grindarstyrkingar á bílinn, stillanlegar hjólaspyrnur að aftan, og fullt af öðru gotteríi. Götudekkin á dýrinu eru 315 að breydd (31,5cm !!!) og svo er bíllinn eins og menn sjá allur kittaður. Þess má geta að Haffi vann GT flokkinn í kvartmílunni í sumar á einmitt þessum bíl, og besti tíminn út mílina var að mig minnir 12,28sec á slikkum. Bíllinn var að skila beinhörðum +450hö út í hjól. Ég er ekki klár á hröðuninni frá 0-100 en ég giska á svona í kring um 4sec. Þetta er massaflottur bíll en Haffi seldi hann fyrir all nokkru.