Eins og kannski sumir hérna vita þá er ég að gera upp gamlan Fiat Uno Turbo, sosum ekkert stórmerkilegt við það, en ég er þannig að ég vil ekki setja hann á götuna hálfkláraðann, mig vantar allskyns listadót, merki ofl. og bremsudót líka sem er kannski ekki í frásögur færandi, nema ég hafði samband við Ístraktor fyrir um 3 vikum síðan og bað þá um að finna þessa hluti fyrir mig sem mig vantar, ég heyrði ekkert í þeim í 2 vikur en þá fór ég til þeirra í Garðabæinn, (ég bý úti á landi), þá var þetta neðst í einhverjum bunka og ekkert búið að gera í þessu, starfsmaður þarna lofaði mér að klára þetta og senda mér á email verð og þess háttar, (þetta var fyrir um viku), í gær var ekkert komið frá honum þannig að ég hringdi í hann, ég var greinilega að trufla hann í kaffitímanum og hann varð bara pirraður þegar ég spurði hvort ég færi ekki að fá upplýsingar frá honum, ég sagði að bíllinn væri að verða tilbúinn á götuna en ég gæti ekki sett hann á númer fyrr en ég fengi þessa hluti, eina se hann sagði var “ þú þarft varla lista og svoleiðis til að setja bílinn á götuna”…ég svaraði þvi ekki..
Nú er þriðjudagur og enn hef ég ekkert heyrt í þessum manni.. og býst sosum ekki við að heyra framar í honum, allavega, ef það tekur meira en 3 vikur að fá verð á varahlutum þá get ég varla ímyndað mér að það taki sstyttri tíma að fá varahlutina sjálfa..
Ég neyddist til að tala við Fiat í Danmörku og sagði þeim ástæðuna fyrir því að ég væri að biðja þá um að redda mér, þ.e. að Fiat á Íslandi hefði ekki áhuga á að sinna mér, og er það mál í fullum gangi núna.
ég er aðallega að skrifa þetta bitch hérna til að vara ykkur við að taka gamlan Fiat eða aðra bíltegund sem Ístraktor er með til uppgerslu, allavega skulið þið finna ykkur traustan birgja einhversstaðar erlendis til að skaffa ykkur það sem þarf, því það er greinilegt að Ístraktor hefur ekki áhuga á að sinna umboðunum sínum.<br><br>“Facts are stubborn things”