skv bifreiðaskrá er einn Ferrari á Íslandi, það er Ferrari 328 GTS árg. 1989. Eigandi er Ísleifur í Grafarvogi, ætli að sé gaukurinn úr Mótór á Skjá einum?
Enn fyrirgefðu, voru ekki tvö stykki af Ferrari skráð á landinu? + þessi sem kom hérna á sýninguna ´98 (eða ´99 eða what ever) Og seldist ekki og var sendur aftur út!
Hann kom meira að segja með dramatic viðtal… við sjálfan sig í þættinum þar sem hann talaði um bílinn og svona. Annars er Ístraktor með umboð fyrir þá, gætu grætt mikið á því að kaupa þá inn til Íslands og selja þá áfram út til Ameríku eins og Bílabúð Benna gerir með Porsche og græðir alveg mikið á því að gera.
Það skiptir ekki öllu hvort hann ráði við alla í spyrnu (hellingur af kvartmílubílum sem geta örugglega rústað honum) en það er nú sérstakur sjarmi að keyra um á Ferrari (get ég ímyndað mér). Annars þá þekki ég Ferrari lítið en merkið vekur allsstaðar eftirtekt.
Ég myndi allavegana frekar velja að fara rúntinn á Ferrari en Imprezu eða M5. En að sjálfsögðu tek ég Transaminn fram yfir Ferrari ;)
Ég get ekki tekið fjölskyldu með á Ferrari bílnum….. Ég var nú ekki að dissa Ferrari neitt, enda fíla ég Ferrari vel, ég var bara að benda á að þessi tiltekni bíll hefur minna performance en flestir halda.
Þetta er lame diss á 328! Annars gefur Classic Car upp 5.5 sec 0-60mph á Ferrari 328 og ég sé enga bone stock E34 M5 eða 'Prezu toppa þann tíma.
Ef ég mætti velja einn af þessum þremur bílum til eignar myndi ég alltaf sjá eftir að ég tæki BMW því ég nenni ekki að fara á hausinn en ef ég mætti fá að taka í einn af þeim þremur þyrfti ég ekki að hugsa… Ég væri farinn að hlusta á V8 söng við 7000 snúninga. No offense en við hliðina á Ferrari 328 eru hinir tveir bara… tjah, þeir eru ekki Ferrari og þeir eru ekki exotic.
328 var og er góður Ferrari eins og flestir “litlu” Ferrari bílarnir hafa verið. Hann var þróun á 308 en var því miður ekki alveg jafn fallegur og 308. Óþarfi að kvarta samt því 308 er einn allra fallegasti bíll sem ég hef séð en GTB útgáfan er líka alltaf fallegri en GTS…<br><br>“Power is nothing without control”
Þessi Ferrari 355 árg 97 var víst bílaleigubíll frá Þýskalandi. Hugmyndin var sú samt að reyna að selja hann hér og var talað um 10 til 11 millur. Hætt var við það vegna þess að í ljós kom að bíllinn hafði tjónast mikið úti og bar þess greinileg merki. Gufi
maður hefur heyrt af fleiri en þessum einum….spurning hvort að þeir séu ekki á skrá, síðan hef ég heyrt af manni sem átti ferrari vél og var með hana í einhverjum örðum bíl…….en maður heyrir svo margt !)
já “nágranni minn” þó að hann býr í næsta botnlanga fyrir neðan mig (skrítið nafn: botnlangi yfir annað en botnlanga í líkama)
e.s. ef þið kíkið þá megið þið skilja eftir seðla á Accentinum mínum :) eða Prelude/Imprezu turbo/Eclipse/Acura óstolna með lyklunum í hehe<br><br>Tilgangur lífsins er að allir eru sérstakir á 1 eða annan hátt.
Það er einn gamall Alfa Romeo í Mosó með Ferrari vél. Man ekkert hvernig Alfa og ekkert hvernig Ferrari vél, eina sem ég veit að þessi gaur vinnur með mömmu…og hana nú….
Ég held reyndar að það sé ekki Alfa Romeo, þetta er Lancia Thema með V8 Ferrari vél, ég hef séð þann bíl og ofan í húddið á honum, mjög athyglisverður bíll:) SLEEPER!
En það er samt Alfa Romeo Montreal í Hfj og hann er næstum haugamatur. Ég hefði getað grátið þegar ég sá hann ef ég hefði ekki verið of spenntur yfir því að sjá svona exotica…<br><br>“Power is nothing without control”
Hmmm, þú átt ekki við Alfa Romeo Montreal sem er í Hfj.?
Þarf að pæla í hvernig V8 var í honum því ég held að Ferrari hafi ekki haft V8 vél á þessum tíma þó ég sé ekki viss. Gætu hafa bætt tveimur strokkum við V6…<br><br>“Power is nothing without control”
Er ekki annar þeirra Kit Car? Ég veit aðeins um einn Ferrari hér á landi en hingað kom hinsvegar Ferrari eftirlíking fyrir nokkrum árum. Hann var að mig minnir byggður á undirvagni af VW Bjöllu. Annars má vera að það séu tveir ALVÖRU Ferrari en ég hafði aðeins heyrt um þennan eina sem var fluttur inn tjónaður.
jú en það kostar eitthverja þúsund-kalla (annars man ég ekki hvað verðið var hvort það var yfir árið/mánuð/viku/notkun)<br><br>Tilgangur lífsins er að allir eru sérstakir á 1 eða annan hátt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..