Gangtruflanir
Er með VW Passat 1998, 1800 cc. Hefur alltaf rokið í gang eins og klukka í þau ár sem ég hef átt hann. Einn góðan veðurdag þá tók hann upp á því að erfitt er að koma honum í gang á morgnana. Tekur yfirleitt ekkert við sér til að byrja með. Hef tekið eftir því að ef ég starta honum talsvert og bíð síðan í nokkrar mínútur þá kem ég honum almennt í gang. Eftir það er allt í lagi og engar gangtrufanir eða neitt slíkt. Það skiptir heldur ekki máli þó ég drepi á honum yfir daginn og starti aftur um kvöldið. Þá er allt eðlilegt. Síðan byrjar sama sagan aftur næsta morgun….. Hef skipt um kerti og loftsíu en það virðist engu breyta. Hefur einhver hugmynd um það hvað getur verið að ? Með fyrirfram þökkum.