Ég hef nú verið að velta þessu svolítið fyrir mér undanfarið og þetta er hugmyndin sem veltur í kollinum á mér þessa stundina,
í grunninn yrði tækið Lotus 7 clone einhverskonar, þ.e lightweight og lítill mótor, hafði hugsað mér gamlan 316 eða 318 BMW sem grunn fyrir vél, skiptingu og afturfjöðrun. Framfjöðrunin yrði að vera e-ð heimasmíðað því að vélin yrði staðsett fyrir aftan framöxul, gæti hugsað mér að byggja hana að meztu leiti á SAE formúlu bíl (kappakstur verkfræðinema í UK) aðallega vegna þess að upplýsingar um þann búnað eru ókeypis og auðfengnar. Takmarkið yrði að bíllinn yrði max 500kg og e-ð aðeins yfir 100 hö. Ef vel tækist til með smíði og hönnun á fjöðrun ætti hann að geta náð 100 km/h á ca 6 s. og 13-14s 1/4 mílu. One day maybe :)