Stýrisvesen
Þannig er mál með vexti að stýrið hjá mér er frekar þungt.
Þeir sögðu á verkstæðinu að það væri vegna olíuleka við viftureimina. Hún er öll löðrandi í olíu og þá snuðar vökvastýrið á henni. Samt hefur olían ekkert lækkað þannig að það er einhver smá leki.
Er dýrt að láta gera við svona olíuleka og er þetta eitthvað sem þarf nauðsynlega að gera við? Ég er nefnilega á leiðinni í ferðalag um landið í næstu viku og er ekki alveg viss með þetta..
———