Jamm, mikið rétt. Fjölskyldufólk sem keyrir á ströndina til þess að æfa sig á seglbretti er í miklum minnihluta held ég. En SUV æðið má svosem alveg vaða uppi fyrir mér. Ég er aðallega á móti MPV bílum. MPV bílar eru leiðinlegir. Þeir fæða af sér hot-MPV bíla, sem eru engan veginn að virka nógu vel. Það er einfaldlega ekki auðvelt að sporta upp bíl sem er á stærð við smárútu.
En það er því miður eftirspurn eftir MPV bílum. Súr staðreynd.
GTi bílar verða líklegast aldrei samir, en þá er bara málið að snúa sér að alvöru sportbílum..?
–
Það er nú samt von enn, því að mikil þróun hefur átt sér stað í fjöðrun o.s.frv. svo að þessir stóru hnullar eru svosem að höndla sæmilega. Vélarnar eru líka orðnar öflugri.
En ég held samt að Gti bíllinn verði aldrei eins og hann var. Við verðum bara að vonast til þess að bílafyrirtæki fari að framleiða meira af ódýrum og purpose-built sportbílum, því næg er eftirspurnin!