Jæja, nú fyllti ég á með V-Power eftir að klára einn tank. Vægast sagt vonbrigði því að ég fór með ögn yfir 10 lítra á hundraðið. Á FORD KA!!! Ok, ég hef gefið ágætlega inn undanfarið en ekkert miklu meira en venjulega og ég mældi bílinn minn síðast í 8l á 100km. Ok, það er hálka og allt það en mér finnst þetta með ólíkindum. Kannski er sú staðreynd að bíllinn hefur næstum eingöngu verið notaður úr og í vinnu að spila inn í líka en ég er samt pirraður.

Einn tankur af V-Power í viðbót og ef það sýnir ekki að þetta sé peningana virði þá fer ég að skoða smáa letrið í Shell auglýsingunum og kvarta.

P.S. Mazda Miatan mín eyddi 10l á hundraðið, var aðeins þyngri en Kainn (ca. 50-100kg) en rúmlega 2x kraftmeiri (58hö 1.3l vs ca. 130hö 1.8l)! Og það á 95 oktana (oftast Olís) gutli.<br><br>“Power is nothing without control”