Mamma og pabbi eiga Golf ´00 Station 2,0L ekinn 30500 km (nýja lookið) ég hef verið að nota hann núna í 2 mánuði meðan þau eru í útlöndum og er kominn með meira en nóg af honum. Á leiðinni heim úr vinnunni í gær fór hjöruliðskross, í annað skiptið.
Frá upphafi hefur rafkerfið verið eitthvað skrýtið. Rafmagnsrúðunar, útvarpið alltaf að slökkva á sér og fleira. Mælaborðsljósin í hassi osfrv. Á afturhleranum er einskonar rafmagnsopnun sem virkar bara alls ekki. Þetta er 2ja lítra bíll en samt svo skit mátlaus, mér finnst vélin orga alveg ægilega á miklum snúningi. Við höfum farið með hann margoft í Heklu, alltaf er eitthvað lagað en samt virðist alltaf eitthvað nýtt koma uppá með þetta brak. Þeir hjá Heklu eru nú ekkert of liðlegir finnst mér. Foreldrar mínir höfðu átt Toyotu Corollu 1600 Wagon árg 1993, sem var ekkert spes bíll, hann var ekinn 170.000 km og hafði ALDREI bilað. Hann gekk bara og gekk. Öfugt við Golfinn. Vinur minn er búinn að eiga í miklu basli við Passat Station, þar sem Hekla hefur staðið sig sérstakleg illa. .
Kannski er þetta mánudagsbíll en fyrir nokkrum árum fékk kærastan mín sér Golf árg.
93 og það var meingallaður bíll, auk þess ryðgaði hann rosalega, komu bara stórar bólur á miðjum hurðum, seldum hann svo árið 2000 og núna lítur greyið örugglega hörmulega út.
Innréttingin virðist vönduð, en það er það eina sem er OK við þetta crap. Í sumar þegar mamma og pabbi voru á Vestjörðunum dó Golfinn bara á Ísafirði. Það var einhver rafmagnsbilun. Á Vopnafirði fór svo hjöruliðskross í fyrra skiptið.
Svo núna hef ég verið að tala við fólk og mér finnst engin almenn ánægja með þessa VW.
Þetta er engir gæðabílar á borð t.d við Toyotu (sem btw ég er ekki hrifinn af), þeir eru aldrei ofarlega á neinum bilanakönnunum einsog Toyota, Mazda og Subaru Impreza.