Hafiði heyrt um fólk sem er að missa bílana sína?
Rukka fyrirtækin bara “áætlaðan” viðgerðakostnað eða láta þeir gera við bílana?
Hef heyrt talað um að þó nokkrir hafi verið að missa bílana sína en þó ég þekki nokkra í viðgerðabransanum þá hafa engir heyrt um að þessir bílar séu að koma til viðgerðar.
Ef ég lendi í þessu þá mun ég fara fram á að sjá alla riekninga og að fá að sjá bílinn eftir viðgerð + ég ætla að fá að eiga alla íhluti sem teknir voru úr bílnum, það er sjálfsagt þegar maður þarf að greiða fyrir þetta.
Þá væri hægt að láta laga hlutina og selja/nota þá aftur, líkt og gert er með flugvélavarahluti…
Endilega notið þráðinn til að koma með punkta uppá hvernig hægt er að eiga við þessi fégráðugu helv%$#&%…