Árið 1991 í sveitinni heima keypti gamall karl sér splunkunýja Toyotu Corollu 1300 XL hatchback 5 dyra Rauða. Bílinn notaði hann í 2 ár og ók 17.000 km. Svo fór karlinn á elliheimili og bíllinn hefur staðið inní skúr síðan. Lagði inn númerin. Hann hefur staðið á loftlausum dekkjum í þessum skúr sem er mjög þéttur síðan í maí 1993 með kílómetrastöðuna 17922 km. Corollan lítur út einsog ný nema að lakkið er frekar matt, ekkert sem að gott bón lagar ekki.
En nú get ég fengið þennan bíl og var að spá í hvort einhver viti hvernig það fer með bíla að standa svona, er eitthvað sem þarf að varast eftir svona langan tíma. Gæti vélin hrunið um leið og ég byrja að nota hann?