Jæja, nú er loksins komið að því að púströrið í elskunni minni fór. Eða það er allavega á góðri leið með að fara, og ég fæ ekki skoðun á bílinn nema að vera með það í lagi að sjálfsögðu.
Mig grunar að þetta sé aftasti kúturinn án þess að hafa nokkra hugmynd um það. Þetta er Nissan Almera '99 árgerð. Ég hef verið að spyrjast svona lítillega fyrir á verkstæðum hvað þeir eru að taka fyrir þetta og það sem ég hef heyrt er 16000kr og 18000kr. Þetta er svona lokatilraun til þess að sjá hvort að þið bílasérfræðingarnir vitið ekki um eitthvað verkstæði sem gerir þetta fyrir minni pening, eða jafnvel hvort að þið þekkið einhvern sem getur gert þetta fyrir minni pening. Er jú fátækur námsmaður og allt það. Væri auðvitað bara plús ef þið vitið um eitthvað í Reykjanesbæ en annars skiptir það ekkert miklu máli.
Með fyrirfram þökk:)