Það er ekki eins einfalt og að aftan á Honduni.
Hér er ágætis skýringamynd:
http://www.subarupartsforyou.com/images/products/RRBRAKEHOSE.jpgTil að skipta um leguna þarftu að rífa stykki nr. 12 undan bílnum, með nafinu, bremsuborðunum og öllu á. Passaðu þig þegar þú aftengir bremsurörið(nr.7), þau eiga það til að slitna ef þau eru mjög ryðguð.
Taktu bremsuskálina af.
1.Þú getur nú slegið nafið(nr.5) úr aftanfrá með sleggju.
2.Þegar nafið er komið úr sérðu pakkdós(nr.14) og splitti(nr.15) við leguna, tekur það úr.
3.Slærð leguna úr(nr.16)
4.Hreinsar með sandpappír legusætið, passar að það sé engin drulla eða ryð þar.
5.Öruggast er að fara á næsta verkstæði og biðja þá um að pressa nýju leguna og nafið í aftur. En þú getur slegið þetta aftur í með sleggjuni, Passaðu þig bara að nýja legan skemmist ekki.
6.Muna í hvaða röð þú tókst þetta í sundur og fara öfuga röð tilbaka til að koma þessu saman og undir bílinn.
Þetta er flóknara en á Honduni og ég mæli með að þú hafir vanann mann með þér. Eða farir á næsta verkstæði og látir gera þetta :)
Bætt við 30. mars 2009 - 02:37 Stutt síðan ég skipti um þetta í minni Imprezu, þarft engin sérverkfæri. Bara topplykklasett, sleggju og splittistöng.