Ok þú getur gleymt því að spóla ekki í bleytu, en í þurru þarf bara að finna balance'ið hvar þú mátt vera í snúning þegar þú launchar og hversu hratt þú sleppir kúplingunni. Alls ekki drop-clutch'a því það þýðir ekkert annað en spól. Þegar ég var að þrykkja þessum framhjóladrifstíkum á sínum tíma var trikkið vanalega í kringum 3500rpm.
Eitt sem fjórhjóladrifsgaurarnir nota til að hlífa millikassanum við höggi í starti er að halda handbremsunni uppi á ljósum, reva bílinn upp í ákveðinn snúning og halda honum þar (í þínu tilviki 3500rpm cirka) finna tengipunktinn í kúplingunni og fara svo rétt fyrir neðan hann og bíða eftir grænu. Þegar græna ljósið kemur skaltu sleppa handbremsunni, gefa í botn og fara akkúrat á tengipunktinn á kúplingunni á sama tíma, þá ættiru að ná góðu starti. Ekki samt búast við því að ná þessu í fyrstu tilraun. Mátt búast við snuði, drepa á bílnum og allt of mikið spól á meðan þú ert að ná þessu. Mæli bara með því að æfa þetta einhversstaðar þar sem þú færð að vera í friði, og mundu að ef þú ert mikið að snuða með stuttu millibili skaltu pása aðeins. Getur myndast blámi yfir kúplinguna eða þú einfaldlega steikt hana með miklu snuði. Gangi þér vel ;)