VOLVO 850 2.5 20V

Hann er 1995 árgerð keyrður um 260.000, það var skipt um tímareim í 221.xxx.
Litur: Dökkgrænn.
Vél: 2.5 20V, 180HÖ, sjálfskiptur.
Aukabúnaður: CruseControl, aksturstölva, 6 diska magasín, hiti í sætum og rafmagn í rúðum/speglum, samlæsing, álfelgur, spoiler, filmur, fín sumardekk(ekki á felgum) og ágæt vetrardekk og fleira.

Það er nokkuð að bílnum en ekkert stórvægilegt.
ABS-heilinn er farinn og þarf að skipta um hann, hann er núna alveg bremsulaus og þarf líklega að fjarlæga hann á kerru. En þetta stykki er ekki dýrt á partasölum og auðvelt að skipta um það.
Læsingin á bílstjórahurðinni er slitin og þarf oftast 2 tilraunir til að loka henni og hún læsist ekki með samlæsingunni, það þarf að nota lykilinn, en þetta stykki er auðskipt.
Það eru beyglur á báðum afturhurðunum en þær eru ekki alvarlegar og það er eitthvað af ryði komið í bílinn, sérstaklega á skottið.
Svo er eitthvað smotterí að í innandyra í bílnum, svo sem magasínið er frosið(þarf sennilega bara að fá öryggis kóðann hjá brimborg og endurstarta því), takkinn sem að breytir blæstrinum i miðstöðinni er brotinn og er hún því föst á venjulegum blæstri, og bílstjóra sætið er smá rifið.

Fyrir utan þetta þá er bíllinn góður, hann er algjör unaður í akstri og væri mjög fínt project fyrir laghentann mann.

Hérna eru myndir:
http://www3.hi.is/~fkp1/1.jpg
http://www3.hi.is/~fkp1/2.jpg
http://www3.hi.is/~fkp1/3.jpg
http://www3.hi.is/~fkp1/4.jpg
http://www3.hi.is/~fkp1/5.jpg
http://www3.hi.is/~fkp1/6.jpg



Kveðja
Friðrik

Hafið samband í PM!!
Rass