Hér kemur saga sem mun vonandi verða til þess að ég fái einhver svör :)
Þetta er Yaris ‘99 árgerð (frekar en ’98) og fyrir um 3 vikum byrjar vélarljósið að blikka gult (stundum var það samt alveg gult, ekkert blikkandi). Ég var nýbúin að fá skoðun á hann og allt í góðu þar ef það skiptir einhverju máli.
Ég lagði bílnum eftir að ljósið fór að blikka og næsta dag fór ég með hann í umboðið sem tengdi hann við tölvu. Úr tölvunni kom fram einhver óljós bilun í köplum/keflum og jafnvel að kertin væru ónýt.. Ekkert sem ég hef vit á.
Ég fæ tíma í viðgerð 3 dögum seinna og þar var skipt um kerti. Ég sæki bílinn og eftir smá akstur fer ljósið aftur að blikka svo ég legg honum aftur. Hringi í verkstæðið sem segir mér að koma með hann aftur 2 dögum seinna.
Þegar ég keyri svo á verkstæðið í það skiptið er í fínu lagi með bílinn, semsagt ekkert gult ljós. Þeir hringja í mig stuttu seinna og segja að þeir fái ekki bílinn til að bila… En þeir athuga samt e-ð með háspennukefli (eða e-ð álíka) og taka í sundur einhverja víra og fl. sem ég hef ekkert vit á. Þeir meira að segja “vökvuðu” bílinn minn því þeir héldu að bíllinn léti svona í bleytu. Svo reyndist ekki og gekk bíllinn fínt í allri þessari bleytu.
Þeir enduðu á að setja e-ð hreinsiefni í bensíntankinn sem átti að hreinsa einhvern spíss? sem gæti verið að orsaka þessa bilun.
Ég sæki bílinn og þeir tjáðu mér að ég þyrfti að fylla tankinn og klára hann svo alveg með mikilli keyrslu svo að hreiniefnið kæmist út í spíssinn. Þetta var fyrir tæpum 2 vikum. Ég kláraði tankinn áðan (búin að keyra 2x til Keflavíkur og til baka m.a.) og fyllti hann aftur af bensíni.
Á leiðinni heim af bensínstöðinni gerðist þetta aftur!!! Gult blikkandi ljós og vesen.. Þetta er ekki einhver ofvirkur skynjari því þegar ljósið er þá er bíllinn frekar lengi að ná upp hraða og hann höktir þegar hann er kyrrstæður í gangi. Alltaf eins og hann sé alveg að fara að drepa á sér. Hann hefur samt aldrei gert það.
Hvað er í gangi? Hafiði einhverja hugmynd um hvað þetta gæti mögulega verið??