Þetta var baisicly útskýringin. Þú hlýtur nú að geta sagt þér þetta eitthvað sjálfur.
Þú borgar skráningargjald, mengunarmælingargjald (sem mér finnst útaf fyrir sig alveg kostulegt), og svo borgaru fyrir aðalskoðun.
Það er allt að hækka í dag. Var til að mynda útí búð áðan að kaupa brauðálegg fyrir meira en 600 kall! og ég keypti bara eitt bréf af skinku og annað af pepperoni.
Afhverju er þetta svona? Því við getum ekkert gert í þessu. Við beygjum okkur eftir sápunni í hvert skipti sem einhver ákveður að hækka verðið á einhverju í stað þess að segja hingað og ekki lengra.
Mér finnst fáránlegt að þurfa að borga svona viðurstyggilega hátt verð fyrir lögbundna skoðun á bílnum mínum. Ég á tvo bíla og mótorhjól og þarf því að láta skoða ökutæki mín fyrir 24 þúsund krónur á ári. Þetta þarf ekki að vera svona dýrt. Venjuleg skoðun tekur undir 20 mínútum, svo þú getur reiknað tímakaup skoðunarstöðvanna.
Einnig finnst mér að bílasamtök, klúbbar, FÍB og þess háttar ættu að væla meira yfir þessu, þar sem þetta er allt orðið ríkisrekið í dag (auðvitað skýrir það verðið).
Ég er samþykkur því að fá almenn bílaverkstæði með þau réttindi að geta skoðað bílana og límt límmiða á númerplötuna!