sko ég hef keyrt hyundai accentinn hennar ömmu soldið, hann er með “öllu”, er GLSi & sjálfskiptur, 1.5l vél
og hann er ágætur … sæmileg innrétting, soldið undarlega raðaðir takkarnir … ekki allt á lógískum stað
gallar: sjálfskiptingin er ekkert meira en allt í læ, skiptir sér soldið undarlega .. .en hún gerir það yfirleitt reyndar á réttum tíma
rafmagnsrúðurnar eru e-ð að klikka líka ;) vilja ekki alltaf fara upp
stærsti gallinn: fjöðrunin … hún er stíf að því leyti að maður finnur fyrir öllu á veginum EN hún gerir voða lítið til að halda bílnum á veginum … ef maður fer á svona 100 í aflíðandi þjóðvegabeygju er eins og bíllinn sé að fara Upp og Út úr beygjunni … það hefur enginn farið útaf á bílnum en það kemur ansi óþægileg svona “flot”-tilfinning … soldið veghljóð líka
en annars er hann furðu fínn … sæmilega sprækur og allt í læ að keyra hann … vökvastýrið er reyndar fulllétt f. minn smekk en það er auðvitað bara persónubundið
annars hefur ekkert bilað í honum held ég nema rúðurnar og reyndar jú rafknúið loftnetið líka …<br><br>-k-