Opinber gjöld: ef bíllinn er með alvöru vél (man ekki hvar markið er núna, í kringu 2L) þá er hann með 45% vörugjaldi og 24,5% vsk (og einhver smágjöld eins og spilliefnagjald af rafgeymum). Ef við gefum okkur að þú kaupir bíl sem kostar milljón í innkaupum, það kosti 100.000 kr. að flytja hann heim og vátrygging sé 1,5% þá er stofn til álagningar vörugjalds:
1.000.000+100.000+15.000=1.115.000, vörugjald er því 1.115.000*45%=501.750 kr.
Stofn til álagningar vsk er þá 1.115.000+501.750=1.616.750,
vsk er því 1.616.750*24,5%=396.104.
Opinber gjöld eru þá 501.750+396.104=897.854 (fyrir utan smágjöldin).
Bíll sem kostar 1 milljón gæti því verið kominn heim á 1,9.
Svo er hægt að lækka flutningskostnað (og þar með stofninn) með því að sækja bílinn sjálfur, keyra til Noregs og taka Norrænu heim, ég held að flutningur á bíl sé þá eitthvað innan við 20.000 kr (svo framarlega að þú farir líka með ferjunni :).
Eina sem þú þarft að passa þig á er að kaupa ekki köttinn í seknum, ef þú kaupir af einkaaðila þá ættir þú að láta verkstæði skoða bílinn áður en þú kaupir hann (ástandsskoðun), og það gæti verið betra að kaupa bíl sem hefur verið svolítið langt frá sjó (ryð). En fyrst myndi ég athuga hvort það sé ekki hægt að fá sambærilegan bíl hér heima á góðu verði (það er kaupendamarkaður núna :).
JHG