Vatnslásinn kemur lekanum ekkert við, hann opnar bara fyrir hringrás kælivökvans. Það er ekkert endilega auðvelt að finna leka fyrir manneskju sem þekkir ekki inná viðgerðir.
Ef það sýður á bílnum, þá gufar eitthvað af kælivökvanum upp, og plús það að þegar það sýður á honum þá er stutt í að mótorinn ofhitni það mikið að hann skemmist. Þú ættir að geta komið í veg fyrir það með því að fylgjast með hitamælinum og leyfa nálinni aldrei að komast í rauða strikið. Svo á stuttum keyrslum nær hann ekki að hitna og ekkert gufar upp.
Ef vatnsdælan er farin þá dælir hann vatninu ekki eðlilega og mótorinn fær ekki sína kælingu, það getur soðið á honum og kælivökvi horfið. Þarf ekkert endilega að leka.
Athugaðu til öryggis olíuna, hvort hún sé hvítleit eða óeðlileg að einhverju leyti sem gæti gefið í skyn að mótorinn blandi vatni og oliu.
Ef þú þarft að bæta vatni á hann, ekki bæta bara endalaust hreinu vatni, þá hverfur kælivökvinn úr kerfinu, kælivökvinn missir frostþol og það endar með því að það frýs á því og kælikerfið frostspringur og getur eyðilaggt mótorinn.
Þannig að í stuttu máli, það þarf ekki að vera leki til staðar, kælivökvinn bara að gufa upp vegna þess að mótorinn ofhitnar vegna þess að vatnsdælan dælir ekki kælivökva um mótorinn. Fylgstu vel með hitamæli, ekki leyfa mótor að ofhitna, ekki hafa bara hreint vatn á kælikerfinu til að verjast frostskemmdum og athugaðu olíuna hvort hún sé óeðlileg..
Hvernig bíll er þetta?