Ert þú að tala um MSD kveikju eða MSD kveikjumagnara? MSD er með kveikjur í ýmsa bíla (allavegana í alla ameríska V8) en það sem flestir fá sér er MSD kveikjumagnarar eins og MSD6AL (sem ég held að gangi á flestar vélar).
Ég er með MSD6AL kveikjumagnara (ásamt ýmsu MSD dóti) í Transaminum mínum og er mjög ánægður með hann. Ég held að MSD standi fyrir Multi Spark .
MSD6AL boxið gefur ekki einn neista eins og venjuleg kveikja heldur marga meðan vélin er undir 3000 rpm og einn stórann eftir það. Það er þekkt í kveikjum að á háum snúning nær háspennukeflið ekki alltaf upp fullri hleðslu, MSD kveikjumagnarinn bjargar því. Í MSD6AL boxinu er hægt að velja hámarkssnúning sem vélin má fara á (getur bjargað þér í spyrnu ef þú hittir ekki á gírinn í öllum æsingnum), það fylja kubbar með með fyrirfram ákveðnu marki (ég stillti á 6000 rpm, alveg nóg fyrir sbc þó hún eigi að þola miklu meira).
Bílar verða sneggri í gang, hægagangur verði mýkri, nýting eldsneytis verður betri, torkið eykst og einhver hestöfl fylgja víst með.
Það var lítið mál að tengja þetta við HEI kveikju, veit ekki hvernig það er með aðrar tegundir.
Þið skuluð bara lesa um þetta á
http://www.msdignition.com/JHG