Ég var tæpur áðan maður….. við Sæbrautina á gatnamótunum við IKEA var ég að taka af stað á grænu ljósi og er kominn út á mið gatnamótinn þegar vörubíll með traler kemur brunandi yfir á ELDRAUÐU ljósi, hann var örugglega á 90 kmh og því miður sá ég ekki númerin hjá honum heldur. Bíllinn við hliðina á mér náði að stoppa í tíma líka og við lágum á flautunni samtímis.

Ég pósta þetta hér í þeirri veiku vön að einhver hafi kannski orðið vitni að þessu og séð númerið á bílnum (ég sá ekki einu sinni hvort hann væri merktur), þetta er vítavert kæruleysi og hann hefi án nokkurs vafa drepið þann sem hann hefði keyrt á, ferðin á honum var slík og ekki væri hann snöggur að stoppa með tralerinn á eftir sér.