Ég upgötvaði á leiðinni heim úr vinnunni áðan að mér líkar ákaflega vel við bílinn minn. Það er bara hið besta mál auðvitað en ég hef átt hann í rúmlega hálft ár og fundist hann hafa ýmsa kosti til að bera en aldrei virkilega verið hrifinn af honum eða þótt vænt um hann (omg. á þetta heima á Rómantík? :þ)
Það sem er fyndið er það að fólk gerir almennt grín að honum (eins og sumir hér vita þá á ég Ford Ka) og álitið sem þessir bílar njóta hjá almenningi er frekar lítið (bílablaðamenn hafa gefið honum prýðiseinkannir almennt).
Ástæðan fyrir því að ég fattaði núna að mér líkaði svona vel við bílinn var sú að ég er búinn að vera að keyra bíla sem hreinlega koma ekki vel út í samanburði við litla bílinn minn sem allir gera grín að. Það sem meira er þá finnst mér þessi bíll tilheyra hópi góðu bílanna sem ég hef átt og hann gefur ekki svo létt á eftir miðað við suma prýðisbíla sem ég hef átt!
Nú leikur mér forvitni að vita hver ástæðan er fyrir því að fólk hefur lítið álit á Ford Ka og hvernig fólk rökstyður skoðun sína.
En ég er ekki að skrifa þetta bara til að væla yfir bílnum mínum (ég fíla verulega hvað fólk þolir þá illa, m.v. við skoðun mína á bílasmekk íslendinga er fólk að hrósa mér óafvitandi!!!) heldur langar mig til að heyra frá öðrum sem telja sig þekkja til bíla sem eru vanmetnir eða þola illt orðspor að ástæðulausu.
Og já, gerið grín að bílnum mínum… Go ahead, make my day! :)
Mal3
The little Ka that could
(jamm, ég skýrði hann líka áðan…)<br><br>“Power is nothing without control”