Well fyrst náttúrulega ferðu og segir seljandanum að þú vitir að hann falsaði bókina og býður honum að semja um þetta, en ef þetta færi fyrir dóm þá geturðu náttúrulega bara fengið reyndan bifvélavirkja til að bera vitni um það að bókin standist ekki. Nú veit ég reyndar ekki nógu mikið um bíla til að vita fyrir víst að það sé hægt að sjá það, en svo framarlega sem reyndur bifvélavirki getur séð að þetta stenst ekki þá ætti þetta alveg að ganga.
Bætt við 12. janúar 2009 - 14:13
Síðan er auðvitað annað, að flest verkstæði eru með einhverskonar undirskrift, stimpil eða annað, til að votta færsluna, svo það ætti að vera lítið mál að fletta því upp hjá viðkomandi fyrirtæki hvort bíllinn var smurður þar.