Ég sendi fyrirspurn í Toyota um hvað listaverð væri á mínum bíl. Þegar það svarið kom uppá 665.000 kr, sendi ég til baka að hann væri ekinn undir meðaltali, með slatta af aukahlutum og mér þætti þetta soldið lítið miðað við að samskonar nýr bíll kostar tæpar 2 milj. Taka það fram að ég var mjög kurteis, bara að spyrja og forvitnast. Svarið sem ég fékk er eftirfarandi:
“Þú átt einfaldlega gamlan bíl og verður að sætta þig við að hann fellur í verði. Sama hvaða upptalningu þú sýnir mér er listaverð á þínum bíl ekki meira en 665.000 kr. Það mætti kannski hækka verðið um einhverjar krónur, en ég er ekki í aðstöðu til að segja hversu mikið. Þó að hann sé með þennan aukabúnað þá er þetta gamall og slitinn bíll og verðið eftir því. Athugaðu svo að uppítökuverð er svo 528.000 kr, með fyrirvara um söluskoðun.
Með kærri kveðju”
“gamall og slitinn bíll” þetta er 6 ára gamall bíll, ekinn 72.000 km. Ef þetta “tákn um gæði” kjaftæði endist bara í kannski 3-4 ár er þetta varla nein gæðatæki. Eins að segja þetta við viðskiptavini er ótrúlegur dónaskapur. Meðalaldur bíla á Íslandi er 9 ár. Ég er kannski viðkvæmur með þetta en ég er svo móðgaður að bílinn minn sé sagður gamall og slitinn að ég kaupi mér aldrei aftur Toyotu. Aldrig I livet!! Dónar!!
btw þetta er Corolla Xli 1996(10/96), góður bíll en “gamall og slitinn” og ætti því best heima í Vökuportinu, pressaður!! En þegar maður kaupir svo nýja Corollu á hann varla að verða gamall og slitinn eftir 6 ár og 72.000 km akstur, allavega eiga þetta að vera gæðatæki
Eða er þetta kannski bara algjört röfl í mér??