Sælir,

Vil bara byrja á því að segja, svo að fólk verði ekki hneykslað, að ég er ekki “advanced” í bílamálum, nýr í sportinu(ekki haft bílpróf nema í tæpt ár) og því gæti ég verið að rugla endalaust, en here goes.

Ég keypti mér Hondu Civic(yeye, ekki steríó típa mig samt) '98 í sumar, hvít og fín, fyrir utan þann galla að þegar ég keypti hana átti ég lítinn pening og var boðinn góður díll á þessum bíl sem er fyrrv. fyrirtækisbíll, var notaður undir einhvern yfirmanninn. Gallinn sem ég talaði um er sá að vélin er ekki nema 1400, og því má án vafa kalla þetta tík, frekar kraftlítil.

Nú spyr ég ykkur sérfræðingar, get ég eitthvað gert til að gefa mér smá boost á viðráðanlegu verði, hef heyrt af impetus kittum, tölvukubbum ofl., hvað er málið í dag? Eða er það bara rugl að reyna að fikta eitthvað í 1400 vél?(hope not)

Fyrirframþökk,
Danni.