Mig langar að benda á valkost sem ætti að vera nokkuð góður og nokkuð spennandi í hot hatch flórunni en það er Citroen Xsara VTS…

Ég sá svona bíl áðan og hann er bara asskoti flottur, hann er á talsvert flottari en Corolla T sport og miklu ódýrari en CTR þó hann sé kannski ekki ódýr.

Xsara VTS 16v Framdrif 3 dyra 2,0i 167 hö/ 198 N.m 2.398.000.kr

Það væri gaman að sjá þessa bíla etja saman kappi, hann gæti staðið vel í hinum tveimur sem ég nefndi.

Síðan sá ég í gær þennan Clio 172 og hann var bara assskoti flottur og ekki var verðið slæmt á honum og sennilega er hann besti akstursbíllinn.