Þá erum við á sömu blaðsíðu. Ég var í meginatriðum að svara því að þú sagðir að TT væri 2gja sæta, trans am 4ra. En vegna þess að hann er jafn þungur skiptir það voða litlu. Slagrými segir ekki allt varðandi eyðslu, ekki síður segir það ekkert varðandi kraft eða 0-100 tíma eða þvíumlíkt.
En til að nefna eitt dæmi varðandi mengunarstuðla(ártöl eru sirkuð út, nenni ekki að finna heimildina núna): Ég hef kynnt mér mest um þýskar bifreiðar, þó svo að ég teljist seint eitthvað sérfróður um eitthvað bíltengt. En árið 2000 kom bæði á markað í Evrópu og Ameríku VW Golf VR6, framhjóladrifin útgáfa MkIV Golfsins sem var með 12v 2.8 VR6 vél, sem skilaði 174hp. Í Ameríku var bíllinn hinsvegar seldur sem VW GTI VR6. Ári eftir að bíllinn kom á markað komst hópur í Þýskalandi til valda sem kallaður hefur verið “The Green Party”, sem krafðist minni mengunar(og einhverra fleiri þátta) auk þess sem allir þýskir bílar skulu ekki komast hraðar en 250km/h.
Volkswagen, sem þýskur bílaframleiðandi, þurfti að komast til móts við þessar nýju kröfur og stóðst 12v VR6 vélin ekki þær kröfur. Þessi VR6 vél hafði þá verið ein af vinsælustu vélum VW frá upphafi, og var meðal annars í VW Corrado VR6, í 2.9L útgáfu. Til að komast til móts við þessar kröfur var sölu Golf 12v VR6 hætt árið eftir, en haldið áfram í USA, þar sem engar reglur voru enn um annað. Til að fylla upp í glatað bil í vörulínu VW endurhönnuðu þeir VR6 vélina sem 24v, endurhönnuðu púst og einhverja fleiri þætti. Sá bíll var seldur sem VR6 4-motion, og eyddi meiru, heilum líter meira á hundraði, en skilaði talsvert minna af Co2, sem var markmið “The Green Party”. (Eða var það V6 vélin sem fór ofan í Golf húddið eftir þetta?? beint til NoFear)
Þetta tilfelli var svona í grófum dráttum. Breyttust engir mengunarstuðlar í USA svo ég viti til árið 2002. Man hinsvegar ekki það sem ég skrifaði í nótt/morgun :)