veit nokkur hvort það sé hægt að fá almennilega lowprofile dekk á 14“ felgur, hef séð 195/45/14 á bílum í þýskum blöðum, reyndar soldið mikið en ætli sé til eitthvað almennilegt í stærðunum 195/50/14 eða 185/50/14 eða eitthvað í þá áttina? var nefnilega að pæla í að finna mér ´svona gamlar vw álfelgur á golfinn svon uppá sleeper lookið, eini gallin er að þær eru bara 14” (eða er það kannski bara vitleysa hjá mér?)<br><br>The World Worst Drive
Þetta er fín hugmynd hjá þér. Það eru framleidd dekk eins og þig vantar en það er lítið úrval hér heima.
Síðast þegar ég keypti mér dekk vantaði mig 14“ dekk undir Mazda MX-5 og endaði með að fá mér upprunalega stærð 185/60 af Goodyear Eagle Ventura. Mig langaði í 195/55 sem er algeng stærð í Autocross fyrir þessa bíla en hún var ekki til.
Ég mæli eindregið með Eagle Ventura dekkjunum, góðir eiginleikar og sérstaklega grip í bleytu sem er frekar mikilvægt á suðvesturhorninu. En endilega skoðaðu úrvalið og finndu hvað er til. Ég efast samt um að þú finnir neitt breiðara en 195 en það er líka í góðu lagi, mér fyndist ekki ástæða til að hafa neitt sverara undir bílnum.<br><br>”Litlir bílar rúla!" -Mal3
kíktá heimasíðuna hjá goodyear og það sem komst næst var eagle f1 í 185/55/14, svosum allt í lagi en langar í dekk sem eru með minna þvermáli en orginal til að fá fram meira upptak (allaveganna ódýrara en að fá sér lægri hlutföll)<br><br>The World Worst Drive
ég var að leita af einhverju svipuðu undir nx100 minn og ég er eiginlega búinn að gefast upp, ætla bara að splæsa í nýar feldur og ný dekk og nota 14“ undir vetradekk …<br><br><H1></H1><a href=”http://kasmir.hugi.is/sinnep"<text>http://kasmir.hugi.is/sinnep</a> Kasmir síðan mín
Var að leita að svona dekkjum fyrir ca 4-5 árum og þá var 195/55R14 svona líkast low profile sem hægt var að finna. Minnir að það hafi verið Bridgestone en þau voru svo svaðalega dýr að ég endaði í 195/60R14 Michelin og var mjög sáttur.
Það er eflaust hægt að sérpannta þær stærðir sem þú vilt t.d 195/45R14. Annars vissi ég að Hekla átti fyrir ári síðan einn gang af GoodYear 175/50R14, kannski soldið mjótt en leynir á sér þegar þau eru komin á felgu. Ég hefði aldrei trúað að 175 gæti litið út fyrir að vara breitt fyrri en ég setti 175/50R13á 7" breiða felgu undir mini:)
hef séð 175/50/13 á 8" breiðum felgum undir polo í þýskalandi, lítur skuggalega flott út, eini gallinn hvað hjólskálarnar á Golfinum þurfa stærri dekk en það til að líta ekki fáránlega út, annars trúi ég því að þetta sé allsvakalegt undir minimum<br><br>The World Worst Drive
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..