það var nú aldrei talað um að skipta um diska, enda er það misjaft eftir bílum, t.d. í ford escort tekur það sama tíma og að skipta um klossa þar sem þeir eru hertir á með felguboltunum en svo á hyundai accent er fáránlegt moð að ná þeim, enda þarf að rífa allt helvítis nafið í sundur.
en þetta er mjög einfalt að skipta um klossana á stuttum tíma, þú tjakkar bílinn upp, skrúfar hjólið undan, losar boltann sem heldur bremsudælunni (á þeim bílum sem ég hef komið nálægt er hann á henni neðanverðri) veltir dælunni frá, kyppir klossunum úr, setur trésmíðaþvinguna utan um dæluna og herðir til að ýta henni inn aftur, skellir nýjum í, þarft þarna mögulega að brjóta litla tinplötu af öðrum klossanum (platan sem framkallar vælið þegar þeir eru að klárast), flettir dælunni aftur upp á diskinn og festir boltann, skellir dekkinu uppá felguboltana, herðir það á, framkvæmir sömu aðgerðir hinum megin, sest inn í bíl og stígur á bremsurnar þar til þær eru orðnar grjót harðar, setur í gang og keyrir ca. 100 metra, stígur fast á bremsurnar og mögulega pumpar aðeins, stekkur út, herðir á dekkinu og keyrir svo af stað og fyrstu 5-10 skiptin sem þú bremsar gerir þú það af góðum krafti til að fá dælurnar réttar aftur.
svona hef ég í það minnsta gert þetta á fimm bílum, enginn þeirra verið með óeðlilega mikið klossa slit eða bremsað illa.
og já, það tekur óvanan mann lítið lengri tíma en vanan mann að gera þetta, svo að maður er ca. 20 mínútur að þessu.
og þú ert greynilega bifvélavirki sem glaður villt fá þessa kúnna inn á borð hjá þér til að fá peninginn fyrir þessum aðgerðum, eins og með ryðbrúnirnar :P
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“