Mér finnst alveg drepfyndið þegar fólk sem þarf að keyra frá Reykjavík út á Reykjensið fer með bílinn í tékk, smurningu, dekkjaskipti ofl því þetta er svo hræðilega langt.. (ok, smá ýkjur kannski)
ég bý á reykjanesinu en hef búið í mörg ár á höfuðborgarsvæðinu, og mér finnst alveg ótrúlegt hvað mörgum finnst maður vera eitthvað skrítinn að keyra til Reykjavíkur næstum daglega.. heilir 50 km..!!!! tekur mig ca 30 mínutur, og fólki finnst þetta alveg furðulegt að ég nenni þessu,,, en það þykir ekkert tiltökumál að búa í Breiðholtinu og vinna t.d. úti á granda og vera 30 mín í vinnuna,.. nei,, það er bara stutt…
ég man td. þegar maður var nýbúinn að fá prófið þá fór maður oft til keflavíkur eða selfoss á rúntinn um helgar.. það þótti sko ekki mikið mál,, eða þegar ég bjó í USA og var um klukkutíma að keyra í skólann… ég var bara heppinn,
svo er eins og að fara hreinlega í aðra heimsálfu fyrir suma að aka frá Reykjavík til Akureyrar,, eg meina þetta eru alveg 370 km… 4 til 5 tímar í bíl… þvílíkt og annað eins !! leggja af stað kl 8 og koma á Bautann í hádegismat.. hehe..
það er eins og einn keflvíkingur sagði einu sinni “það er miklu lengra frá Reykjavík til Keflavíkur en frá Keflavík til Reykjavíkur”<br><br>“Facts are stubborn things”