Óþolandi hlunkar í umferðinni
ÉG var að keyra eftir Ártúnsbrekkunni uppeftir í morgun um kl. 10. Var á miðakrein, þar var kranabíll með bíl í dragi, svo ég fer á hægri akrein, þar var flutningabíll. Ég skelli mér á reinina mest til vinstri og þar var öskubíll. Umferðin gekk bara á svona 55-65. Þegar þessi tæki eru á ferðinni er algjört lágmark að vera á hægri akrein og ekki teppa alla umferðina. Allir voru í svigi á milli akreina og skapar stórhættu. Svo sá ég lögreglubíl undir Höfðabakkabrúnni og þegar þessir 3 hlunkar óku nánst samsíða framhjá henni, afhverju gerði hún ekkert? Stórir bílar eru ömurlegir í umferð, líka litlu traktorarnir.