varðandi felgur
Málið er það að ég er með gamlar álfelgur sem mig langar að púkka aðeins uppá. Þær eru komnar með svona svarta bletti sem mér reynist erfitt að ná að þrífa af, eins og drullan sé búinn að éta sig inn í þær. Ég var að spá hvort það væri ekki hægt að pússa þær upp og mála þær/sprauta þær og vantar einnig að fá að vita hvernig best er að gera þetta uppá það að gera þetta alveg sjálfur. Þær eru btw silfurlitaðar en var að spá í að skipta um lit, annaðhvort dökk gráar eða svartar. Var einnig að spá hvernig grófleika af sandpappír væri best að nota og hvernig málningu/sprey og allt það. Væri gott ef einhver fróður hugari um þessa hluti gæti svarað af bestu getu og leitt mig í gegnum allt ferlið með góðum ráðum og leitt mig í gegnum ferlið hvernig best væri að gera þetta.