Það er mjög sennilegt að það sé orðið ónýtt/lélegt jarðsamband á mótornum, mjög algengt í þessum vögnum. Það eru semsagt, tveir kaplar sem eru skrúfaðir á blokkina framanverða(tímaloksmegin) hvalbaksmegin í húddinu. Ekki það skemmtilegasta að komast að þessu, en ég myndi athuga með þetta, prófa að taka á þessum köplum(liggja rétt við olíukvarðann). Eins ef þú ætlar að athuga með bensínsíuna, þá er hún undir bíl beint framanvið bensíntankinn, ef hún er ekki þar, þá er hún í tanknum.
En ég myndi veðja á jarðsambandsvandamál.
p.s. vann við viðgerðir á Renault
Old Chevy's never die, they just go faster