Hvaða bíll sem þið hafið reynslu af (ekki bara lesið gagnrýni um, heldur setið í) er hljóðlátastur? Þe. best hljóðeinangraður, bæði frá vél og umferðinni í kring?
Auk þess, hvaða bíll er með þægilegustu fjöðrun, sem þið þekkið?
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“
En varðandi það að keyra í mikilli umferð? Þú þú heyrir ekki mikið í eigin vél þá heyriru líklega slatta í camaro sem þú lendir hliðiná á ljósum (sem dæmi).
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“
Renault Laguna, djöfull heyrðist ekkert í þeim bíl. Mamma og pabbi voru þá á Skoda Favorit pústlausum og ryðguðum Hilux, svo að þetta var ágætis tilbreytinga að sitja í þessari Laguna. Þægilegasta fjöðrun er klárlega 745Il sem ég sat einu sinni í. Ekki of mjúk og ekkert stíf. Þoli ekki of mjúka fjöðrun.
Já, vá. Villtu ekki bara þúst, skrifa grein á www.hugi.is/raunvisindi??
Nei segi svona. Það er allaveganna spes að keyra þetta og hundleiðinlegt. Enginn karakter í þessu drasli. Svo heyrist hátt hljóð eins og í blow-off ventli þegar maður stendur tíkina og sleppir svo.
Audi A8 er liklegast hljóðlátasti bíll sem ég hef keyrt en foreldrar mínir eiga hann. Ég átti einu sinni með foreldrum mínum BMW 540i en hann var með merkilega góða fjöðrun! Ég hefði aldrei trúað að bimmi gæti fjaðrað svona vel miðað við hvað þeir eru vanalega stífir.
Ég er samt bara svarandi því sem ég man eftir í augnablikinu… Gæti verið annað svar á morgun.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..