Ég á Scoobie Leggy (Subaru Legacy) frá árinu 1991. Hann er GX módel sem þýðir að hann sé með stærri vél en venjulega; 2.2 lítra boxer og einnig er hann með allt rafdrifið (já, meira að segja sóllúgu) og hærri en venjulega (19 cm undir lægsta punkt).
Æðislegur bíll í alla staði sem ég keypti á 70 þúsund, er búinn að eyða um 250 þúsund í hann og mun líklegast eyða svona 250 þúsundum eða meira í hann þar sem hann er algjört draumaproject fyrir mig.
Framtíðarplön: Setja undir hann 16“ eða 17” felgur, stífari dempara allan hringinn, yfirfara vélina, klára að sprauta hann, sérsmíða drullusokka á hann, setja roll cage í hann, setja WRX eða STI bínu í hann ef vélin þolir, ef ekki þá neyðist ég til að skipta út vél í eitthvað nýrra og helst 2.0. - S.s. gera hann að alvöru road-legal rallýbíl!