Tommi Makinen hefur nú unnið fleiri mót í HM í Ralli en nokkur annar, eða 24 sinnum. Þetta varð ljóst eftir að Citroen dró áfrýjun sína á 2 mín tímavíti Sébastien Loeb í Monte Carlo rallinu til baka og því hefur Makinen réttilega verið dæmdur sigurinn.

Sá fáheyrði atburður átti sér stað í Monte Carlo að 2 mín. refsing sem dæmd var á Loeb vegna mistaka viðgerðaliðsins, var ekki lögð við heildartíma hans og hann því krýndur sigurvegari rallsins.

Keppnisstjórn bætti refsitímanum ekki við þar sem Citrone kærði ákvörðunina, en venjan er að refsingu sem þessari er bætt sjálfkrafa við og ökumaður eða lið verður að fá kæru samþykkta til að fella refsinguna niður. Kærufrestur er 40 dagar og það var því Loeb sem baðaði sig í kampavíninu í Monte Carlo en Makinen stóð frekar súr á svip við hliðina á honum og tók við verlaunum fyrir 2. sætið.

Fyrir Monte Carlo rallið voru það fjórir menn sem höfðu unnið 23 HM röll. Það voru Juha Kankkunen, Carlos Sainz, Colin McRae og Tommi Makinen en nú hefur Makinen sem sagt tekið forystuna.

Sem dæmi um árangur Makinen í ralli á ökumannsferli sínum má nefna:

24 WRC sigrar
4 heimsmeistaratitlar ökumanna og það allir í röð
4 sigrar í Monte Carlo og það allir í röð
Svo má ekki gleyma því að Makinen var að keppa á Subaru í fyrsta skipti í ralli á Monte Carlo og gerði sér lítið fyrir og vann. Til samanburðar má geta þess að núverandi heimsmeistari Richard Burns ( The “Ginger Whinger” :) sem var að keppa á Peugeot í fyrsta skipti endaði aðeins í 8. sæti.