Ég vill benda á svör kepler og Helgapalla…
Nú vill svo til að í vinnunni minni þarf ég stundum að eiga samskipti við lögguna. Það kom mér þægilega á óvart hve framkoma þeirra er almennt góð og hve “professional” þeir eru á meirihlutann litið. Flestar löggur sem ég hef á þennan hátt haft kynni af hafa í fljótu bragði virst vera prýðisfólk.
Það er hinsvegar ekkert meira pirrandi en lögga með eitthvað skítaattitjúd eða þess háttar! Ég hef verið stoppaður 5 sinnum fyrir of hraðan akstur (og ég er ekkert verri en gerist og gengur) og í flestum tilfellum voru löggurnar bara mjög pro. voru að sinna sínu djobbi og gerðu það vel og af sanngirni. Í eitt skipti voru þeir því miður total fífl en m.v. fólk almennt er þetta ekkert óvenjulegt hlutfall ;)
Hvað varðar myndina þá skiptir máli hvað löggurnar voru að gera þarna. Ef um neyðartilvik var að ræða er maður ekki að hafa áhyggjur hvort einhver, jafnvel fatlaður, einstaklingur fær stæði eða ekki.<br><br>- Ég er ekki með bíladellu, ég er bílgæðingur :)