Vesen með drif? 10 boltinn á að duga í 11 sek kvartmíluna (skv. Hot Rod, ég get aðeins látið mig dreyma um svoleiðis tíma) og ef maður vill vera öruggur (öruggari :) þá setur maður annað hvort 12 bolta eða 9 tommu Ford undir.
Ég hef ekki lent í stórum vandræðum með sjálfskiptingarnar en ég er bæði með TH350 og TH700R4 (þarf að fara að taka 700 skiptinguna upp, fyrri eigandi rak hann í Park á ferð svo það heldur ekki, virkar vel að öðru leiti :( ). Aðal ástæða þess að skiptingar fara er hiti og ef menn eru eitthvað stressaðir þá er bara að setja stærri kæli.
Annars þá segja félagar mínir í USA að 6 cyl bíllinn sé búinn að vera nokkuð öflugur í nokkur ár (200 hestar) en hann var ekkert sérstakur um 93. Persónulega myndi ég samt velja V8 bíl.
JHG