Oftast er þetta frekar lítið mál, en það fer þó eftir bílnum.
Að skipta um hátalara er bara plug'n'play ef þú ætlar bara að láta þá beint í staðin fyrir þá gömlu, bara að þeir passi í gatið þar sem gömlu hátalaranir eru.
Þetta flækist aðeins þegar þú er farin að spá í magnara og Bassabox.
Einfaldasta leiðin til að verða sér útum allar snúrur sem þarf til að tengja magnaran sjálfan er að kaupa svona lítin kit sem er með þeim snúrum og tengjum sem þarf til.
Samt alltaf hætta á því að þú sjáir eitthvað sem vantar uppá þegar þú ert byrjaður á þessu.
Hérna er dæmi um slíkan kit hjá Aukaraf
http://www.aukaraf.is/product_info.php?cPath=23_40&products_id=235&osCsid=a9baf73c7ede41d53ec202a455388ebfÞað koma líka oftast svona grunn tenginga leiðbeiningar með svona snúru kit.
Svo þarftu náturulega að vera með spilara í bílnum sem er hægt að tengja magnara við.
Magnarinn er einfaldlega tengdur með RCA snúru í spilarann
Svo ferðu bara eftir leiðbeiningum með magnaranum til að tengja bassa boxið rétt við magnaran, stundum þarf að stilla pínu á magnaranum til að segja til um hvort
þú sért bara með bassa eða bæði hátalara og bassa, en allt slíkt kemur fram í leiðbeiningunum sem koma með magnaranum.
Oftast er öruggast að láta setja magnarann í fyrir sig ef þú ert eitthvað óöruggur, samt er voða lítið sem þú getur skemmt nema kannski magnaran sjálfan.
Ef þú gefur þér bara nægan tíma í þetta, lest allar leiðbeiningar vel og vandar frágang þá ætti þetta ekki að vera neitt mál. Hef sjálfur gert svona tvisvar,
setti nýjan spilara í, 4 hátalara, magnara og bassa bæði skiptin. Annars vegar í gamlan fólksbíl og hinsvegar í nýjan jeppa.